fákalaus fannst í 1 gagnasafni

fák h. (17. öld) ‘fljótfærni, flónsleg framhleypni’; fákur, fáki k. ‘fljótfær maður, flón’; fákalaus l., fákalítill l. ‘stilltur, prúður, hæglátur’; fákalegur l. ‘flónslegur’. Sbr. nno. og sæ. máll. fjåk ‘flón, fljótfær kjáni’, fsæ. fakotter, fær. fjákutur ‘flónslegur’ og e.t.v. nno. fækja ‘stelpuflenna, flökkukind’. Orð þessi kynnu að eiga skylt við gd. og sæ. máll. fage ‘fljótur, hraður’ og jó. fage ‘skunda, flýta sér’, sæ. máll. fakkäl ‘baksa við’, gd. fagle ‘fálma’, nno. fjakla ‘gugta við’, fhþ. faklen ‘sveiflast,…’; sbr. einnig físl. fo̢kta ‘flýja’. Uppruni að öðru leyti óljós og germ. *fak-, *fēk- um flýti eða fumkennda hreyfingu sýnist ekki eiga sér beina samsvörun í öðrum ie. málum. Sjá fákur og fökta.