fákhestur fannst í 1 gagnasafni

fákur k. ‘hestur’, einnig fákhestur (s.m.). Orðið virðist lofsyrði og lýtur vísast að einhverjum jákvæðum eigindum, e.t.v. fjöri eða flýti, en uppruni óviss. Það hefur verið tengt við gr. pēgós ‘sterkur’ (F. Holthausen) en það stenst illa, því gr. orðið hefur upphaflega í stofni. Giskað hefur verið á að fákur væri sk. fár (3) < frnorr. *faihakaʀ og merkti ‘skjóttur, marglitur’ eða ‘með skrautleg reiðtygi’ (E. Hellquist 1916), en það er vafasamt. Líklegra er að orðið eigi í öndverðu við fjör eða hlaupahraða og sé sk. gd. fage ‘fljótur’, jó. fage ‘hraða sér’, sbr. einnig d. máll. fag ‘hálfgeltur hestur, eineistungur’. Óvíst er hvort mannsnafnið fakaʀ á fd. rúnar. og fhþ. pn. Faco, Facco, Fachilo eru af þessum sama toga og eins hvort stofnsérhljóð (sumra) þeirra er langt eða stutt. Sjá fák og fökta.