fálkast fannst í 1 gagnasafni

fálki k. ‘sérstök ránfuglstegund, valur (falco rusticus); auli, gapi’; sbr. fær. falkur, nno., sæ. og d. falk. Orðið er oft talið to. í norr., úr mholl. valce, valk eða mlþ. valk(e) og hafi nafnið borist með fálkaveiðum norður á bóginn. Uppruni orðsins er umdeildur. Það er stundum talið leitt af lat. falx ‘sigð’, og þá átt við klær fuglsins ‒ og er það lítt sennilegt. Aðrir ætla að orðið sé af germ. toga, myndað með k-viðsk. af lo. fölur (eða stofni þess), sbr. k-viðsk. í fuglanöfnum eins og haukur, kráka, krunkur o.fl., og mhþ. falch ‘ljós hestur’, nno. og sæ. máll. folke ‘fölskvi’ og nno. falkast ‘fölna, visna’. Nísl. merk. ‘auli’, sbr. fálkalegur ‘flónslegur’, tekur líkl. mið af hegðun nýveiddra fálka eða fálkaunga, og fálkaður l. ‘vankaður, utan við sig’ af ástandi valsleginnar rjúpu; sbr. og fálkast s. ‘heppnast’, líkl. leitt af fálkaveiðum eða -tamningu. Fálki kemur einnig fyrir sem pn. og skipsnafn. Sjá fölur (1); ath. Fo̢lkvir.