fáránlega fannst í 4 gagnasöfnum

fáránlega

fáránlegur -leg; -legt STIGB -ri, -astur

fáránlega atviksorð/atviksliður

á fjarstæðukenndan hátt, afkáralega

kartöflur eru orðnar fáránlega dýrar

hann kom fáránlega klæddur í afmælisboðið


Fara í orðabók

fáránlegur lýsingarorð

fjarstæðukenndur

mér finnst fáránlegt að spara í heilbrigðiskerfinu

hugmyndin um flugvöll hér er fáránleg


Fara í orðabók

fáránlegur l. (19. öld) ‘undarlegur, skringilegur, fjarstæðukenndur’; fáránaháttur k. ‘óhyggileg aðferð, undarleg vinnubrögð’. Tæpast afbökun úr fárram(m)legur eða < fá-ráðn-, sbr. fáráður, heldur í ætt við ræna kv., sbr. fárænn ‘vitstola, viðutan’, fáræna ‘heimskingi’; fáræn(i)legur l. ‘undarlegur, fjarstæðukenndur’; fárænska, fárænuskapur ‘skringileiki, ráðleysi’; -rán-, -rænn < *rahni-, sk. gotn. rahnjan ‘reikna, álíta’. Sjá fárænn, ræna (1) og rænn.