færeygill fannst í 1 gagnasafni

-eygill k. viðliður í aukn. færeygill ‘sauðarauga’. Sjá auga og eygja.


1 fær, †fé̢r h. ‘sauðkind’. Orðið kemur einkum fyrir í samsetn. eins og t.d. færsauður k., færgras h. ‘sauðvingull’, †færeygill k. viðurn. (‘hinn sauðeygði’) og eyjaheitinu Færeyjar sem sumir telja þó að sé norr. ummyndun úr mír. orði fearann ‘landsvæði’ e.þ.u.l. Þá má telja víst að færilús kv. ‘sauðalús’, sbr. fær. førilús (s.m.), sé leitt af fær h., e.t.v. ummyndun úr *færlús eða dregið af hliðarmynd, *færi (í heildstæðri merkingu). Ísl. fær ‘sauðkind’ svarar til sæ. og d. får (s.m.), sbr. einnig nno. får ‘hjálparvana veslingur (um börn og lömb o.fl.)’ sem e.t.v. er komið úr fno. (ano.) fár; < *fahʀa- af fornum az/iz-stofni *fahaz, sbr. gr. pékos, pókos ‘reyfi, ull’, sk. ísl. og fax og fsæ. fæt, sbr. fe. feht, ficht og mholl. vacht ‘gæra, reyfi’. Óvíst er að ísl. fættingur k. (18. öld, JGrv.), víxlmynd við fætlingur (s.þ.) sé af þessum toga. (Ísl. orðið fær hefur tekið ʀ-hljv. en anorr. orðmyndirnar ekki).