félagi fannst í 7 gagnasöfnum

félag Hvorugkynsnafnorð

félagi Karlkynsnafnorð

félag -ið -lags; -lög félags|slit; félaga|samtök

félagi -nn -laga; -lagar

félag nafnorð hvorugkyn

reglubundin samtök, t.d. ákveðinnar stéttar, formlegur félagsskapur, oft um sameiginlega hagsmuni eða áhugamál

félag atvinnuljósmyndara

félagið gefur út tímarit

margir hafa sagt sig úr félaginu


Sjá 2 merkingar í orðabók

félagi nafnorð karlkyn

sá eða sú sem e-r umgengst reglulega, utan fjölskyldunnar, t.d. samstarfsmaður eða vinur

hvað segirðu gott, félagi?


Sjá 2 merkingar í orðabók

félag no hvk
taka sig út úr mannlegu félagi
vera í félagi með <honum, henni>
í félagi
í lögskipuðu félagi

félagi no kk (meðlimur í hópi)
félagi no kk (vinur, lagsmaður)

þgf.ft. m.gr. félögunum.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðið félag skiptist þannig milli lína: fé-lag.

Lesa grein í málfarsbanka


Eitt einkenna íslensks orðaforða er að hann er gagnsær í þeim skilningi að menn geta séð í gegnum orðin. Merkingu samsettra orða þarf ekki að læra (eins og í mörgum öðrum tungum), hún blasir við af merkingu einstakra liða.  Í sumum tilvikum getur að vísu fyrnst yfir upprunann en þó er jafnan grunnt á honum. Sem dæmi má nefna að félag (hk.) er myndað af no. og lag (skylt leggja). Það merkir eftir orðanna hljóðan ‘það að leggja fé saman’ og er sú merking forn, sbr. leggja fé til lags (Grgk I, 172). Félag getur einnig vísað til sambands manna á milli (eiga e-ð í félagi við e-n/með e-m) og er sú merking undanfari merkingarinnar ‘fyrirtæki’. Í Egils sögu (18. k.) segir t.d.:

er gott að eiga félag við konung ‘eiga fé með konungi’.

No. bræðralag er fornt (Fris 311) og vísar það til þess er menn leggja lag sitt saman eða við e-n, sbr. enn fremur fóstbræðralag. – Málshátturinn Illt bræðralag er syndvænlegt að elska (‘það er synd að sækjast eftir illum félagsskap’) er kunnur frá fyrsta þriðjungi 19. aldar (GJ 178), sbr. einnig Passíusálma Hallgríms:

*Bersnöggur flótti betri er / en bræðralag óréttinda (m17 (HPPass IX, 6)).

Jón G. Friðjónsson, 4.4.2015

Lesa grein í málfarsbanka

félag
[Endurskoðun]
[enska] company

félag
[Endurskoðun]
[enska] organization

félagi kk
[Fundarorð]
samheiti meðlimur
[norskt bókmál] medlem,
[danska] medlem,
[enska] member,
[finnska] jäsen,
[færeyska] limur,
[grænlenska] ilaasortaq,
[sænska] ledamot

félagi
[Fundarorðasafn (norrænt)]
samheiti meðlimur
[norskt bókmál] medlem,
[sænska] medlem,
[danska] medlem,
[finnska] jäsen,
[færeyska] limur,
[grænlenska] ilaasortaq,
[nýnorska] medlem

félag
[Fundarorðasafn (norrænt)]
[norskt bókmál] forening,
[sænska] förening,
[danska] forening,
[finnska] yhdistys,
[færeyska] felag,
[grænlenska] peqatigiiffik,
[nýnorska] foreining

stofnun kv
[Hagfræði]
samheiti félag, samtök
[enska] organization

félagi kk
[Hagfræði]
samheiti samstarfsmaður
[enska] associate

samstarfsmaður kk
[Hagfræði]
samheiti félagi
[enska] associate

félag hk
[Hagfræði]
samheiti samtök, stofnun
[enska] organization

félag hk
[Hagfræði]
samheiti fyrirtæki
[enska] company

samtök hk
[Hagfræði]
samheiti félag, stofnun
[enska] organization

spyrðing kv
[Stjórnmálafræði]
samheiti félag, samband, samtök, tenging, vébönd
[enska] association

aðili kk
[Stjórnmálafræði]
samheiti félagi, meðlimur
[enska] member

samtök hk
[Stjórnmálafræði]
samheiti félag, hreyfing, skipulagning, skipulagstofnun, stofnun, yfirstjórn
[enska] organisation

fulltrúi kk
[Stjórnmálafræði]
samheiti félagi, samstarfsmaður
[enska] associate

stofnun kv
[Upplýsingafræði]
samheiti félag, stofa
[dæmi] Stofnun eða félag sem ber ábyrgð á tilurð hugverka, sbr. umfjöllun um stofnun eða félag sem ábyrgðaraðila í alþjóðlegum skráningarreglum s.s. AACR.
[hollenska] organisatie,
[norskt bókmál] korporasjon,
[danska] korporation,
[enska] corporate body,
[franska] organisation,
[þýska] Körperschaft,
[sænska] korporation

félag hk
[Upplýsingafræði]
samheiti samband, samtök
[franska] fédération,
[enska] association,
[norskt bókmál] forening,
[hollenska] vereniging,
[þýska] Verein,
[danska] forening,
[sænska] förening

meðlimur kk
[Upplýsingafræði]
samheiti aðili, félagi, stak
[sænska] medlem,
[franska] membre,
[enska] member,
[norskt bókmál] medlem,
[hollenska] lid,
[þýska] Mitglied,
[danska] medlem

félag hk
[Tómstundafræði]
samheiti félagasamtök, samtök
[skilgreining] Formleg starfsemi eða félagsskapur sem vinnur samkvæmt ákveðnum hugsjónum, setur sér ramma eða lög og kýs sér stjórn.
[dæmi] Ein tegund af félagasamtökum eru frjáls félagasamtök, s.s. Félag fagfólks í frítímaþjónustu eða Félag eldri borgara.
[enska] organization

félag
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Hvers konar varanleg samvinna einstaklinga og/eða lögaðila um ákveðinn tilgang, sem stofnað er til af fúsum og frjálsum vilja með einkaréttarlegum löggerningi, að jafnaði með gagnkvæmum samningi tveggja eða fleiri aðila ( félagssamningi).
[skýring] Félögum má skipta upp í ófjárhagsleg félög (oft einnig nefnd „almenn félög") og fjárhagsleg félög. Sjá einnig félagafrelsi. F. er ýmist innra félag eða ytra félag.

félag
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Sameignarsamningur, oft manna í verslunarerindum til útlanda, sbr. Grágás og Jónsbók.

félag h. ‘reglubundinn hópur, félagsskapur; sameiginleg eign eða eignaraðild’; sbr. fær. og nno. felag, fsæ. fælagh, d. fællig. Sams. úr (s.þ.) og lag, af so. leggja, eiginl. ‘samlag fjármuna’. Af félag er leitt no. félagi k. ‘lagsmaður, samherji’, sbr. fær. felagi, d. fælle (norr. to. í e. fellow)