fíkmóinn fannst í 1 gagnasafni

fíkmóinn (v.l. fiskmóinn) k. hjálmsheiti (í þulum). Vafaorð og uppruni óviss; e.t.v. misskilin kenning. Líklegt er að viðliðurinn sé ormsheitið Móinn (s.þ.), hvort sem fíkmóinn merkir gráðugan orm (H. Falk 1914:167) eða ekki, en slík nafngift ætti frekar við sverð eða spjót en hjálm, nema þá að e-t drekalíkan væri á hjálminum.