fótli fannst í 1 gagnasafni

fótur k. ‘ganglimur, löpp; stöpull eða stoð undir hlut eða húsgagni; undanlás eða botnfall í vökva,…’; sbr. fær. fótur, nno. og sæ. fot, d. fod, ne. foot, nhþ. fuss, fe. fōt, fsax. fōt, fhþ. fuoz, gotn. fotus ‘ganglimur’; sk. gr. poús (ef. podós), dór. pō̃s (ie. *pōd-), lat. pēs (ef. pedis), fi. pá̄t (padás) (s.m.), gr. pédon, fsl. *podŭ ‘grunnur, lóð,…’, lith. pėdà ‘fótspor’. Af fótur er leidd smækkunarmyndin fótli, einkum í ft. fótlar ‘barnsfætur’ og so. fóta (sig). Sjá fet, fit (1), fætla, fætlingur og feta.