fölga fannst í 1 gagnasafni

föl, †fo̢l h. (⊙kv.) ‘þunn snjóhula eða -grámi á jörð’; sbr. fær. følv h. ‘þunnt lag af snjó á jörðu, af smjöri á brauði’. Líkl. nafngert hvk. af lo. fölur (1), sbr. einnig so. fölga ‘snjóa örlítið svo að jörð verður grá í rót’, fær. følva ‘þekja örþunnu lagi af snjó, smjöri, mjöli’. Ísl. föl á tæpast skylt við nno. folga ‘þunn himna eða lag, fölskvi’ sk. fela (2); föl þá < *falgwa, *falgwō (Falk & Torp 1910:203); eða lith. plėvė̃ ‘þunn og fíngerð húð’ sk. fell (2) (Jan de Vries). Sjá fölur (1).