fúlur fannst í 1 gagnasafni

fúll l. ‘úldinn, þefillur; fýldur í skapi, önugur, þegjandalegur; slæmur, úrkomusamur (um veður)’; sbr. fær. fúlur ‘þefvondur, viðbjóðslegur, níðangalegur’, nno. fûl ‘þefillur, andstyggilegur, reiður, bitur í skapi; kynólmur (um kvendýr)’, sæ. ful ‘rotinn’, d. ful ‘úldinn; herfilegur,…’, fe. fūl ‘óhreinn, slæmur’, fhþ. fūl ‘rotinn, þefillur, slakur, latur’ (sbr. nhþ. faul), gotn. fuls ‘rotinn’. Sbr. lith. pú̄liai ‘gröftur, vilsa’. Af fúll er leidd so. fúlna ‘úldna, rotna’, sbr. sæ. fulna, sbr. og Fúlnir k. † þrælsheiti, ‘hinn þefilli’. Sjá feyja, fúi og fýla. Af lo. fúll er einnig leidd so. fúla ‘vera fýldur eða önugur’ og fúlur kv.ft. ‘fúllyndi’, sbr. og fúleyjar kv.ft.: vera í fúleyjum, fara í fúleyjar ‘vera, fara í fýlu’.