fúrr fannst í 1 gagnasafni

fúr, †fúrr, †fýrr k. † ‘eldur’; alg. í kenningum: flóðs f.; sbr. nno. fur ‘neisti’, sbr. ennfremur nno. fŷr ‘eldur, viti’, sæ. og d. fyr sem eru raunar to. úr mlþ. vūr < fsax. fiur, sbr. fhþ. fuir, fiur (nhþ. feuer), fe. fȳr (ne. fire). Vgerm. orðmyndirnar < germ. *feuri-, en fnorr. fúrr, fýrr < *fūri-ʀ (hljsk.). Sk. gr. pȳ̃r, úmbr. pir, arm. hur, tokk. A por, hett. paḫḫur ‘eldur’. Sjá funi og fýri (2). Í físl. þulum kemur fúrr einnig fyrir í merk. ‘ormur, slanga’ og er vísast s.o. og fúrr ‘eldur’, á e.t.v. við eldspúandi dreka eða er tilkomið fyrir misskilning á fúrr í kenningarliðum, sbr. benfúrr, undfúrr o.fl.