falma fannst í 1 gagnasafni

fálma, †falma s. ‘þreifa, þukla ómarkvíst; pata höndum; hika’; fálm h. ‘þukl’; sk. felmta og felmtur, fála og fæla, sbr. fe. fēlan, fhþ. fuolōn (hljsk.) ‘þukla, finna til’, lat. palpō ‘strýk laust’ og e.t.v. fe. folm, fhþ. folma ‘flathönd, lófi’, lat. palma (s.m.) (sem gæti þó eins verið í ætt við sæ. fala ‘slétta’, ísl. fold og lat. palam ‘opið, opinberlega’, af *pelǝ- ‘breiður, flatur’). Sjá felmsfull(u)r.