fatla fannst í 6 gagnasöfnum

fatli -nn fatla; fatlar hafa hönd í fatla

fatli nafnorð karlkyn

band eða renningur yfir um háls og öxl til stuðnings meiddum handlegg, fetill


Fara í orðabók

fatli no kk
hafa höndina í fatla
bera <handlegginn> í fatla

Orðin fetill og fatli, í merkingunni stuðningsband um brjóst, yfir og undir öxl, beygjast eins í fleirtölu en nokkuð ólíkt í eintölu.
eintala fleirtala
nf. fetill fatlar
þf. fetil fatla
þgf. fatli fötlum
ef. fetils fatla
Hann gerði fetil úr skyrtuslitrunum og batt upp höndina.
eintala fleirtala
nf. fatli fatlar
þf. fatla fatla
þgf. fatla fötlum
ef. fatla fatla
Maðurinn bar handlegginn í fatla. Orðið fetill, í merkingunni fótstig eða burðaról, beygist svo:
eintala fleirtala
nf. fetill fetlar
þf. fetil fetla
þgf. fetli fetlum
ef. fetils fetla
Ökumaðurinn steig á fetlana. Þegar fáni er borinn í fetli skal fetillinn liggja yfir vinstri öxl fánaberans.

Lesa grein í málfarsbanka


No. fetill ‘band eða borði (um öxl og brjóst); burðaról’ beygist eins og ketill, þ.e:

fetill-fetil-fatli-fetils; fatlar-fatla-fötlum-fatla.

Þegar í fornu máli er það notað í merkingunni ‘fatli’:

en hann bar í fatli höndina jafnan síðan (ÍF IV, 59 (1330–1370 (vl. nmgr.))).

Af þgf.-myndinni fatli og flt.-myndunum fatlar/fatla varð no. fatli (kk.) snemma til, sbr. Orms þátt Stórólfssonar:

Síðan styður hann á höndum og losar til heyið niðri við jörðina, dregur síðan undir reipin og bregður í hagldirnar og vendir um heyinu. Færist hann þá undir í fatla og vegur upp á herðar sér (s14 (Flat II, 4)).

Af sama meiði eru fjölmörg orð í nútímamáli, t.d. so. fatlast, lo. fatlaður og no. fötlun og fatli að ógleymdu fatlafóli Megasar, sbr. eftirfarandi dæmi:

en studdi fatla, sem hin höndin á mér lá í, með hinni (f20 (JsJsRit II, 100)); bera t.a.m. handlegginn í fatla (s19 (OHR));
Hún hafði höndina í fatla (s19/f20 (OHR)).

Jón G. Friðjónsson, 5.12.2015

Lesa grein í málfarsbanka

fatli
[Læknisfræði]
samheiti fetill
[enska] sling

fatla s. † ‘binda um; fjötra’; fatlast ‘hindrast, tefjast frá’. Sbr. fær. fatla ‘fjötra’, nno. fatla ‘vefja um; klastra’, mlþ. vetelen ‘binda, fjötra’. Leitt af fetill (s.þ.).


fetill k. ‘band eða borði (um öxl og brjóst); burðaról’; sbr. fær. fetil, nno. fetel, sæ. máll. fätel. Sbr. fe. fetel ‘band, fjötur’, fhþ. fezzil, nhþ. fessel (s.m.), mhþ. vezzel ‘axlaról, belti’; < germ. *fatila-, sk. fat. Af fetill er leidd fetla s. † ‘festa sverð við axlaról’ og so. fatla og no. fatli k. sem hefur æxlast af ft. og upphafl. þgf.-mynd orðsins fetillfatlar, fatli). Sjá fat, fata (2) og fatla.