ferðafuð fannst í 1 gagnasafni

fuð kv. ‘sköp kvendýrs eða konu; ⊙gat á lóðatré; klettagjögur (m.a. í örn.)’; sbr. fuðflogi k. † ‘sá sem flýr unnustu sína’; fuða kv. ‘þuma eða rauf í ketskrokk eða hvalþjós; vaðbeygja; bora eða gat í fjöl eða vegg, t.d. fyrir lóðastokk’; ferðafuð(a) kv. ‘sylgja á gjörð; flækingskvendi; ferðaskjóða’; fuða s. ‘bora gat (á lóðatré)’. Sbr. nno. fud (fu, fy, , fo) ‘sköp kvendýrs, bakhluti, rass’, sæ. máll. fo, ‘rass’ (fsæ. rúnar. fuþ), mhþ. vut ‘kvensköp’, vüdel ‘stúlka’ (grófyrði); < germ. *fuþi-, *fuði-; sbr. e.t.v. fi. (skrt.) pū̆tau ‘rasskinnar’ (tvt.). Uppruni ekki fullviss; oftast tengt lat. pūtēre ‘lykta illa’, lith. pú̄ti ‘þefillur’; sjá fúll; en eins væri hugsanlegt að orðið ætti skylt við nno. fudde kv. ‘sver, böggulsleg brúða’, lþ. fudde ‘flíkargarmur’, lith. pū̃tė, pū̃tis ‘blaðra’, af ie. *pū̆-t- ‘blása, svella’ (sbr. fuðla og fuðra). Sjá fuðryskill og hundspott.