fern fannst í 4 gagnasöfnum

fern fern; fernt skipta skjalinu í fernt; fernir sokkar; fernar buxur; fern hjón

Lýsingarorðin einn (ein, eitt), tvennur (tvenn, tvennt), þrennur (þrenn, þrennt), fern (fern, fernt) standa með ákveðnum orðum sem aðeins eru til í eintölu. Honum mistókst í tvennum skilningi, jafnvel þrennum. Það er hægt að sýna fram á þetta með tvennum hætti. Eins konar, tvenns konar.
Hvorugkynið eitt (tvennt, þrennt, fernt) er stundum notað sem nafnorð. Ég skal segja þér eitt mjög merkilegt, jafnvel tvennt ef þú verður góð. Þau eiga tvennt og þrennt af öllu. Fernt fórst í árekstri í gær. Diskurinn brotnaði í þrennt.
Fleirtalan af fyrrnefndum lýsingarorðum, þ.e. einir (einar, ein), tvennir (tvennar, tvenn), þrennir, (þrennar, þrenn), fernir (fernar, fern), stendur með orðum sem aðeins eru til í fleirtölu. Hann keypti sér þrennar buxur, einar síðbuxur og tvennar stuttbuxur. Stofnuð voru ein heildarsamtök úr fernum eldri samtökum.

Lesa grein í málfarsbanka

fern l. ‘fjórar samstæður’; sbr. tvennur og þrennur og lat. quaternus; af stofninum fer- (2) og sk. fjórir og fjögur (s.þ.).