fertugasti fannst í 4 gagnasöfnum

fertugasti -tugasta; -tugasta

fertugasti raðtala

númer fjörutíu í röð


Fara í orðabók

Hægt er að setja fram tvær reglur um endingar raðtalna.

1) Raðtöluending kemur aldrei á fleiri en tvo liði tölu: 56. (fimmtugasti og sjötti), 108. (hundraðasti og áttundi), 267. (tvöhundruð sextugasti og sjöundi), 2019. (tvöþúsundasti og nítjándi), 5315. (fimmþúsund þrjúhundruðasti og fimmtándi), 6471. (sexþúsund fjögurhundruð sjötugasti og fyrsti).

2) Endi tala á heilum tug er það eini liður tölunnar sem fær raðtöluendingu: 120. (hundrað og tuttugasti), 1530. (eittþúsund fimmhundruð og þrítugasti), 2070. (tvöþúsund og sjötugasti).

Lesa grein í málfarsbanka


Það tíðkast ekki í íslensku að blanda saman tölustöfum og bókstöfum við ritun töluorða. Það ætti því að skrifa tvisvar og þrisvar en ekki „2svar“ og „3svar“ og skrifa skal tveggja, þriggja og fjögurra en ekki „2ja“, „3ja“ og „4ra“.

Það er ekki heldur íslensk ritvenja að blanda saman tölustöfum og bókstöfum við ritun á raðtölum eins og tíðkast í ensku. Frekar en að skrifa: „1sti, 2nnar, 3ji, 4ði, 5ti“ o.s.frv. ætti annaðhvort að skrifa með bókstöfum eingöngu: fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti, eða tölustöfum og punkti: 1., 2., 3., 4., 5..

Lesa grein í málfarsbanka