fiðafita fannst í 1 gagnasafni

fiða kv. (17. öld) ‘þunnt og grisjulegt efni, léleg flík eða sæng; brennisteinstegund, laus og létt í sér; þunn og léleg skeifa’; fiðafit(a) kv. ‘þunnt og fíngert tau; amlóði; lítilfjörlegur kvenmaður’; fiðulegur l. ‘grisjulegur’. Orð þessi virðast ekki eiga sér neina beina samsvörun í sk. grannmálum, merkingarkjarninn sýnist vera ‘e-ð laust í sér, létt og fiðurkennt’; og hugsanlegt er að hér sé á ferð ung (r-laus) orðmynd tengd fiður og fjöður; sbr. r-lausar sagnmyndir eins og nno. fea (< *fiða?) ‘dútla, vastra’ og fidda ‘tipla, tifa um’ sem líkl. er af þessum sama toga; (fiða tæpast í ætt við fífla (2), fika og fipa).