fik fannst í 2 gagnasöfnum

fika s. (19. öld) ‘þreifa sig varlega áfram, mjaka sér hægt’: f. sig áfram, f. sig upp; f. saman ‘rimpa saman, staga í’; fik h. ‘smáhreyfing’; fikra s. ‘þreifa sig áfram’: f. við ‘rjála, fitla við’; fikur h. ‘stórgerður saumaskapur, rimp’. Sbr. nno. fika ‘sveifla handleggjunum; dingla rófunni; vafstra, dútla, klastra’, mhþ. ficken ‘núa fram og aftur’, lþ. fikken ‘vera óstöðugur, beita brögðum, hlaupa um,…’, e. máll. fickle ‘flækja e-ð’. Vafasamt er hvort fe. gefic ‘svik’ og ficol ‘refjóttur’ heyra hér til (sjá feiki-). Germ. *fik- virðist tákna hraða og smágerða hreyfingu eða grip og er e.t.v. af svipuðum toga og *fip- í fipa. Sjá fíkinn og fikta (1).