fikka fannst í 3 gagnasöfnum

fikki k., fikka kv. (18. öld) ‘vasi (á fötum)’; sbr. nno. fikke kv., sæ. ficka, d. fikke. Ísl. orðið er to., líkl. úr d. fikke < mlþ. vicke, sem á líkl. skylt við mhþ. ficken ‘hefta eða festa saman’ < ít. ficcare (s.m.) < lat. *fīgicāre af fīgō ‘ég festi’. Samkvæmt öðrum tengt þ. ficken ‘stinga eða smeygja inn í’. Sjá fika.