fildast fannst í 1 gagnasafni

fild, filding kv., fildingur k. (18. öld) ‘ný ull sem vex á sauðfé undir hinni gömlu’; fildast, filgast (< *fildgast) s. ‘fá nýja ull’. Einnig koma fyrir orðmyndir eins og fíling, fylling og fyllast í s.m.; og filding og fildast oft framborið með ífíldast) og verður þessum sundurleitu myndum tæpast komið öllum heim og saman. No. fild getur naumast verið leitt af feldur, en líklegast að það sé sk. fila (2); til þess benda orðmyndir eins og fíling og lo. fildur, fíldur ‘með nývaxna ull’ og fær. filaður (s.m.), filing ‘filding’ og snoðfilingur ‘rúin, hálfber sauðkind’; fild e.t.v. < *felhiðō (sk. fela) fremur en *fehliðō (sbr. fe. fihl ‘léleg ábreiða, flíkargarmur’). Sjá fila (2) og fíling.


fildast s. (18. öld) ‘vaxa, þéttast (um gras)’; fildingur k. ‘þétt nýgresi’. Af sama toga og fild (s.þ.) og so. nafnleidd. Tæpast af fylld, sjá fylla.