fimmtán fannst í 4 gagnasöfnum

Talan fimmtán skiptist þannig milli lína: fimmt-án.

Lesa grein í málfarsbanka

fimm, †fim to. ‘5, einum meira en fjórir’; sbr. fær. fimm, nno., sæ. og d. fem, fe. og fsax. fīf, fhþ. fimf, finf, ne. five, nhþ. fünf, gotn. fimf. Germ. *femf(e) hefði átt að verða *fíf eða *féf í norr., en m-ið hefur haldist fyrir áhrif frá fim(m)ti og fim(m)tán. Samsvarandi to. í öðrum ie. málum hafa -nk- í stofni, sbr. lat. quinque (< *penque), gr. pénte (pémpe), lith. penkì, fi. páñca. Ie. *penke > germ. *fenhw(e) > *finhw- og hw svo orðið f, sbr. ylgur: úlfur. Erfitt er að skýra uppruna orðsins fimm sem og annarra frumtöluorða í ie. málum. Helst hafa menn hugsað sér ættartengsl við fingur og þ. faust (< *funhsti-) ‘hnefi’, fsl. pe̢stĭ (s.m.) og væri þá tekið mið af krepptum hnefa eða fingrum annarrar handar. Vafasamt, orðið líkl. sams. Af fimm eru leidd fimmt kv., sbr. fær. fimt (< frnorr. *fimfti-), sbr. fi. paṅktí- (s.m.) og fsl. pe̢tĭ ‘fimm’, raðtalan fimmti, sbr. fær. fimti, d. femte, fe. fīfta, gotn. fimfta, lat. quintus, lith. peñktas, to. fimmtán ‘15’, sbr. fær. fimtan, nno. femtan, fhþ. finf-zehan, gotn. fimf-taihun, sjá -tán, -tján og tíu, to. fimmtíu, †fimmtigi ‘50’ < fimmtigi, fimmtigu (eiginl. þf. af fimm tigir), no. fimm h., fimma kv. (nísl.) ‘fimmdeplað spil,…’ og fimmund kv. ‘tiltekið tónbil’.