finnar fannst í 4 gagnasöfnum

Finni -nn Finna; Finnar

Finni nafnorð karlkyn

maður frá Finnlandi


Fara í orðabók

Íbúar í landinu Finnland (ef. Finnlands) nefnast Finnar. Fullt heiti landsins er Lýðveldið Finnland. Lýsingarorð dregið af heiti landsins er finnskur. Höfuðborg landsins heitir Helsinki eða Helsingfors.

Lesa grein í málfarsbanka

finnar k.ft. (18. öld), finnbólur kv.ft. ‘bólur eða graftrarnabbar (helst á andliti)’; sbr. fær. finnur k. ‘graftrarbóla’, nno. finn ‘húðnabbi; sló í horni, hóftunga’, d. finne, finde ‘graftrarnabbi’, mlþ. vinne og fe. finn ‘bólguhnúður, bóla, blaðra’. Af sömu rót, germ. *fē̆-, eru líkl. mholl. vimme (< *fi-mniō) ‘spíra eða angi á kornaxi’ og e.t.v. fipa, fífa og fífla (2) (s.þ.). Sbr. ennfremur lat. pinna ‘uggi, fjöður, ör’. Sjá fina og finnungur.


1 Finnur, †Fiðr k. ‘maður af þjóðflokki sem byggir (byggði) nyrstu héruð Noregs og Svíþjóðar, Sami, Lappi; dvergsheiti; galdramaður’; Finni k. (ft. Finnar) er og síðar haft um íbúa Finnlands. Orðið kemur þegar fyrir í fornum gr. og latn. heimildum, Phínnoi (hjá Ptolemaeusi), Fennī (Tacitus), Finnaithæ (Jórdanes). Uppruni óviss. Tæpast sk. so. finna, < *fenþnōz ‘reikendur, flökkuþjóð, hirðingjar’, eða í ætt við þ. Finne fjallsheiti (sem e.t.v. er af keltn. toga) og merk. þá ‘fjallabúar’. Sjá Finnur (2) og finnvitka.