finnbólur fannst í 2 gagnasöfnum

finnar k.ft. (18. öld), finnbólur kv.ft. ‘bólur eða graftrarnabbar (helst á andliti)’; sbr. fær. finnur k. ‘graftrarbóla’, nno. finn ‘húðnabbi; sló í horni, hóftunga’, d. finne, finde ‘graftrarnabbi’, mlþ. vinne og fe. finn ‘bólguhnúður, bóla, blaðra’. Af sömu rót, germ. *fē̆-, eru líkl. mholl. vimme (< *fi-mniō) ‘spíra eða angi á kornaxi’ og e.t.v. fipa, fífa og fífla (2) (s.þ.). Sbr. ennfremur lat. pinna ‘uggi, fjöður, ör’. Sjá fina og finnungur.