finngálkan fannst í 1 gagnasafni

finngálkn, finngálkan, finngálpn, finngalptr h., einnig þingálp(n) h. ‘einhverskonar töfra- og furðuskepna, mannhestur eða elgfróði’. Uppruni öldungis óviss. Síðari liðurinn -gálkn kemur einnig fyrir í hrein- (eða hraun-) -gálkn ‘ófreskja’ (Hym.), og ætla sumir að hann sé stytting úr *gandlíkan. Fyrri liðinn hafa menn tengt við mlat. sphinga, lat.-gr. sphínx ‘meyljón’ eða hina fjölkunnugu Finna (sjá Finnur (1)). Aðrir (Al.Jóh. 1926:115--116) telja orðið af keltn. toga og tengja það við gel. finn ‘höfuð; kýr’ og galcanta ‘stór, sterkur’. Allt vafasamt. Sjá finngálpa, dungálkn og þingálp(n). (Í ísl. þjóðtrú er finngálknið m.a. talið afkvæmi kattar og tófu).