finnskreppr fannst í 1 gagnasafni

finnskref h., finnskrepp(u)r k. † ‘lappa- eða finnavarningur, einkum þurrkuð loðskinn’. Sjá -skref, skreppa (1) og -skrepp(u)r (3).


-skref h. í sams. finnskref † ‘lappnesk loðskinn’, sbr. finnskrepp(u)r k. (s.m.). Leitt af Finnur (1) ‘Sami, Lappi’ og skrepp(u)r sem merkir líkl. ‘þurrkað, skorpið skinn’, sbr. skreppa (3) og skreppur (1). Viðliðurinn -skref er líkl. ummyndun af sama toga.


-skrepp(u)r k. í sams. finnskrepp(u)r ‘lappnesk loðskinn’; líkl. sk. skreppa (1 og 2), sbr. nno. skrepp k. ‘myllu- eða kvarnartrog’, borgh. skräpp ‘tóbakspungur úr selskinni’, sbr. -skref í finnskref.