firnungur fannst í 2 gagnasöfnum

finnungur kk
[Plöntuheiti]
samheiti firnungur
[latína] Nardus stricta,
[sænska] stagg,
[enska] mat-grass,
[færeyska] rísið hvassagras,
[norskt bókmál] finnskjegg,
[þýska] Borstengras,
[danska] katteskæg

firnungur, firningur k. (19. öld) s.s. finnungur (s.þ.). Ekki er víst um stofnsérhljóð orðsins né heldur hvernig stendur á víxlaninni rn: nn, sbr. finnungur. E.t.v. hafa tvö óskyld orð runnið hér saman og nálgast að merkingu. B.H. þýðir fyrnungr sem ‘safalaust gras’ og er hugsanlegt að það sé leitt af lo. forn, sbr. nno. forne, fyrne ‘gras frá fyrra sumri’, fær. forni, fyrni ‘órækt, eyðijörð’; síður dregið af firn (2) í merk. ‘heiða- eða öræfagróður’.