fisa fannst í 5 gagnasöfnum

fis -ið fiss; fis fis|hæll

fis nafnorð hvorugkyn

eitthvað létt, smáögn

sjalið er létt eins og fis


Fara í orðabók

fis hk
[Flugorð]
[skilgreining] Loftfar undir 120 kg tómaþyngd, ætlað til einflugs, ýmist með eða án hreyfils, t.d. svifdreki.
[enska] microlight

1 fis h. (16. öld) ‘ögn, hismi, rykkorn, plöntu- eða kornhýðisögn’; sbr. e.t.v. gd. fis ‘blóm á aldini’: æblefis; fise ‘opnast (um aldinblóm)’, nno. fis- um e-ð lítilsvert og óáreiðanlegt: fisblid ‘með blíðuuppgerð’, sæ. máll. fesnyttu ‘aðsjáll, naumur’, físl. fiskrykni kv. ‘uppgerð, hræsni’, nno. fislæte (s.m.). Uppruni ekki fullljós; tæpast sk. físa ‘blása’, en frekar í ætt við fhþ. fesa ‘hismi, kornhýðisögn’, fe. feorinunga (s.m.) (< germ. *fisō, *fizin-), sbr. nno. fisme kv. ‘grisjukennt klæði, e-ð þunnt og smágert’ og fistr ‘klæðisgrisja, þunnt hár, gisið gras’. E.t.v. af ie. *peis- ‘berja, stappa’ í lat. pē̆nsō ‘stappa í sundur,…’, fsl. *pĭšeno ‘kornhismi’, gr. ptisánē ‘afhýtt bygg’, ptíssō ‘afhýða (bygg)’, lith. paisýti (s.m.). Sjá fis (2), fismi og fiskrykni.


2 fis h. (17. öld) † ‘sár, ör eftir sár’: kulvíst er fisið forna; sbr. fishæll, hælfis, hælfisa ‘hælsæri’ og fær. fisali h. (s.m.). Líkl. sk. fis (1); sbr. fi. pináṣṭi ‘nudda, trampa í sundur’, lat. pē̆nsō ‘trampa, ber í sundur’, pīsō ‘mortél, steytill’, mlþ. vīsel (s.m.). Af ie. *peis-, *pi(n)s- ‘slá, trampa í sundur’.


fisa kv. (nísl.) ⊕ ‘stúlka, kvenmaður’, niðrandi slangyrði. Líkl. to. úr d. fisse ‘kvensköp’.


2 fisja, fisa s. (18. öld) í orðasamb.: e-m er ekki fisjað (fisað) saman, ɔ e-r er traustur, sterkbyggður. Uppruni óljós; e.t.v. sk. físa ‘blása’ og merk. þá ‘feykt eða sópað lauslega saman’, eða fremur í ætt við fis (1) og fisja (1).