fiskrykni fannst í 1 gagnasafni

fiskrykni kv. † ‘hræsni, uppgerð’. Líkl. af fis (1) og *krykni sk. kroka, sbr. fær. krýkinn ‘boginn, álútur’, nno. kruken ‘álútur; vílsamur, úrræðalaus’. Upphafl. merk. þá e.t.v. ‘það að forðast fis eða dust > hégómaskapur > uppgerð > hræsni’; sbr. samsetn. á fis- eins og nno. fisblid ‘með uppgerðarblíðu’, sæ. máll. fesnyttu ‘nákvæmur, naumur í útlátum’ og nno. fislæte ‘uppgerð, hégómaháttur’.


-krykni kv. í sams. fiskrykni † ‘hræsni, yfirdrepsskapur,…’ (s.þ.). Líkl. af fis (1) (s.þ.) og -krykni sennil. sk. kroka, sbr. fær. krýkja (seg niður) ‘beygja sig’, nno. krykja ‘hnypra sig saman’ og fær. krýkin ‘boginn’.