fitjörð fannst í 1 gagnasafni

2 fit kv. ‘útskækill eða neðsti hluti túns; mýrlendur bakki, raklendi’; sbr. fær. fit ‘votlent engi sem liggur lágt’, nno. fit (s.m.), sæ. fittja (í örn.), d. fed ‘mjór tangi í sjó fram’, fid ‘slakki eða lægð í engi eða úthaga’, e. máll. fitty ‘mýrlendi við sjávarströnd’, afrísn. fit ‘pollur, pyttur’. Orðið er oftast talið sk. feitur og fita, sbr. gr. pĩdax ‘uppspretta’, pí̄sea (< *pīdses-) ‘raklendur engjablettur’, fír. íath ‘engi’ (< *peito-). Skilgreining B.H. á fit ‘slétt, frjótt og rakt landsvæði’ og fitjörð ‘frjór, feitur jarðvegur’ gætu stutt þetta. Ekki er þó óhugsandi að fit (2) sé s.o. og fit (1) (eða blöndun átt sér stað), upphafl. merking sé ‘neðsti hluti (tiltekins) landsvæðis, lægð eða slakki’, og vætumerkingin af því runnin að vatn safnast helst fyrir á slíkum stöðum. Sjá feitur og fita, fit (1) og fitjungur (2).