fjalfr fannst í 1 gagnasafni

fjalfr h. † orð óvissrar merkingar, kemur aðeins fyrir í tveimur kenningum (í Haustl. og Þdr.), báðum óljósum. Líklegast virðist að fjalfr (Haustl.) og undirfjalfr (Þdr.) merki helli eða byrgi e.þ.h. og því hafa menn tengt orðin við so. að fela. Aðrir ætla að fjalfr merki ‘vatn’ og sé sk. lat. palus ‘mýrlendi’. En sá er annmarki á báðum þessum skýringum að engin önnur dæmi eru um rótaraukann -f- (ie. -p- eða -bh-) við þær ie. rætur sem hér um ræðir.