fjar fannst í 1 gagnasafni

fjar- forliður í orðum eins og fjarlægur og fjarstæður; †ao. s.s. fjarri. Einnig kemur fyrir †fjarr- og ekki fullljóst hvort langa r-ið er upprunalegt eða tilkomið fyrir áhrif frá ao. fjarri (s.þ.); fjar- er sk. germ. forskeytunum *fer-, *fra- og *fur(a)-, sem runnið hafa saman í norr. for- (sbr. lat. per- og pro-, lith. per ‘gegnum’, gr. pérā ‘yfir um, lengra’) og af sömu rót og so. að fara. Sjá fer- (1), firin-, firn (1), firra, fjara, fjarri, fjo̢rð, forða, forn og fyrr.