fjargvefr fannst í 1 gagnasafni

fjarg- forliður í orðum eins og fjarghús h. † ‘goðahús, hof’? og fjargvef(u)r k. ‘fíngert klæði, guðvefur’; fjörg h.ft. † ‘goð’ (í Lokas.). Í nísl. kemur fyrir fjargveður h. ‘læti, uppsteytur, hóflaust orðaskak; ⊕ofsaveður’; fjargviðrast s. ‘fárast eða fjasa um; gera gælur við’; fjargviðrislegur l. ‘vingjarnlegur, altélegur’; fjargast s. ‘fárast, fjasa um’. Svo virðist sem orð þessi séu leidd af *fjarg, fjörg ‘goð’ sem menn ætla að sé í ætt við fjör ‘líf’ og merki einhverskonar líf-rögn, sbr. vgerm. gyðjuheitin Alaferhwiae. Hinsvegar er erfitt að gera sér grein fyrir merkingarþróun nísl. orðanna; fjargveður gæti merkt veður af goðavöldum, vont eða gott eftir atvikum og ólíkar merkingar so. að fjargviðrast stafað af því.