fjoðr fannst í 1 gagnasafni

fjöður, †fjo̢ðr kv. ‘einsk. hár sem vex út úr fuglspöru, minnsta grunneining í fuglsfiðri; (stál)gormur eða -blað; sérstakt fjármark; tilskorin fuglsfjöður til að skrifa með’; sbr. fær. fjøður ‘fuglsfjöður, fjármark, uggi, fjaðrapenni’, nno. fjøder, fjør ‘fuglsfjöður’, sæ. fjäder, d. fjær, fjeder, fe. feðer, fsax. fethara, fhþ. fedara, ne. feather, nhþ. feder (s.m.). Sbr. ennfremur fi. pátatra- ‘fjöður, vængur’, gr. pterón (s.m.), pétomai ‘flýg’, lat. penna (< *petnā) ‘flugfjöður’, petō ‘keppi eftir, leitast við’, af ie. *pet- ‘fljúga, fleygjast áfram,…’. Sjá fjaður- (2), fiður og penni; ath. finna.