fjogur fannst í 1 gagnasafni

fjögur, †fjo̢gur, †fjúgur h. af to. fjórir, hljóðfirring úr *fio̢ður, *fiuður < *feður; sbr. júgur < *júðr < *euðura-, sbr. þ. euter. Hljóðfirringin er allgömul, kemur t.d. fram á fsæ. Röksteinsristunni (fjakura) og í ef. fjögurra og í fjo̢grtán s.s. fjórtán. Sjá fer- (2) og fjórir. Sumir telja að hljóðfirringin sé miklu eldri, fjögur < ie. *pekuor, *ketu̯or-.