fjor fannst í 1 gagnasafni

fjör, †fjo̢r h. ‘líf, lífsafl; glatt og hressilegt framferði’; sbr. fær. fjør, gd. fjør (s.m.), nno. fjørug ‘líflegur, ólmur’, sbr. fe. feorh ‘líf, lífvera’, fsax., fhþ. ferah, ferh ‘líf, sál’, gotn. fairhwus ‘veröld’; sbr. (lat.) vgerm. Alaferhwiae gyðjuheiti. Uppruni óljós; sumir telja orðið sk. fi. párśu- ‘rif’, gr. pórkēs ‘falur, spjóthólkur’, upphafl. merk. væri þá ‘brjóst’ e.þ.h. Vafasamt. Aðrir tengja orðið við trjáheitin fjo̢rr (1) og fura (1), lat. quercus (< *perkus) og merkingin ‘líf’ þá æxlast af styrk eða vaxtarþrótti trésins. Hugsanlegt er að fjör sé leitt af ie. rót *per-, *per-g-, *per-k- ‘slá, berjast’ og upphafl. merk. þá ‘hjarta’ eða ‘kvik’. Allt vafasamt. Af fjör (< *ferhwa-) er leitt lo. fjörugur, sbr. nno. fjørug (s.m.), og af lo. er dregin so. að fjörga. Sjá firar, fjarg-, fjörg, fjo̢rn, fjo̢rnir, Fjörsvartnir, fjörvar, fyrðar og fyrvar; ath. fjörgyn og Fjörgynn.