fjorgyn fannst í 1 gagnasafni

fjörgyn, †fjo̢rgyn kv. jarðarheiti (í skáldam.); nafn á móður Þórs. Uppruni óviss. Oftast talið sk. gotn. fairguni ‘fjalllendi’, fe. fiergin-, fyrgen- ‘fjall-’ og fhþ. Firgunn(e)a, Virgunnia nafn á miðþýsku fjalllendi, sbr. keltn.-latn. heitið Hercynia silva; orð þessi eru svo tengd trjáheitunum fjo̢rr (1) og fura (1) og fhþ. ferheih ‘eik’ og upphaflega merkingin talin ‘skógarhæð’; fjörgyn < *ferguniō ætti þá að merkja ‘hin skógi vaxna’. Aðrir tengja orðið við goðheitið Fjörgynn (s.þ.) sem virðist eiga sér samsvörun í lith. Perkú̄nas, heiti á þrumuguðinum, og sé nafn hans leitt af ie. *per-, *per-g-, *per-k- ‘slá’, en fjörgyn (jörð) sé kona hans og heiti hennar af hans nafni dregið; Þór taki svo síðar við hlutverki þrumuguðsins. Loks hefur svo heitið fjörgyn verið tengt beint við orðið fjör og talið merkja ‘hin líffrjóa eða kvika’, en það er fremur ólíklegt, m.a. með hliðsjón af orðmyndun.