fjorsungr fannst í 1 gagnasafni

1 fjörsungur, †fjo̢rsungr k. ‘útlendur eiturfiskur (trachinus draco) (nýnefni); †fiskheiti (í þulum); †fálkaheiti (í þulum)’; sbr. nno. fjersing, sæ. fjärsing, d. fjersing (trachinus draco); fjörsungur < germ. *ferhsunga- sk. fhþ. forhana ‘silungur, urriði’, gr. pérkē ‘aborri’, perknós ‘dropóttur, bröndóttur’ og hefur fiskurinn fengið nafn af litnum, sbr. að rákóttur furuviður heitir líka fjersing í nno. Fálkanafnið Fjörsungur tekur e.t.v. mið af því sama og á í öndverðu við (tamdan) fálka sem er að fella fjaðrir og því allur flekkóttur og mislitur (H. Falk 1925b). Sjá farði, farfi, fránn og fræna.


2 fjo̢rsung(u)r k. † ‘e-r af ætt Granmars’ (HHund. II). Uppruni óviss. E.t.v. dregið af þjóðflokksheitinu Fervir (hjá Jórdanesi, F.J. 1921a:18). Sjá fjara.