fjoturr fannst í 1 gagnasafni

fjötur, †fjo̢turr k. ‘bönd, hlekkir; †nagli til að festa langrim ofan á sleðameið; †einsk. dyralás; †fóthlekkur á hesti,…’; sbr. fær. fjøtur ‘hlekkir’, nno. fjetre kv. ‘nagli sem tengir langrim við sleðameið’, sæ. máll. fjättur ‘fótjárn eða -hlekkur á hesti’, sæ. fjätter ‘bönd, hlekkir’, gd. fjæder (s.m.), fe. feter ‘fótjárn’, fhþ. fezzera ‘hlekkir, bönd’, ne. fetter, nhþ. fessel, fsax. feteros (s.m.); < germ. *fetura-. Orðið gæti verið sk. fat og fetill (eiginl. ‘það sem umlykur, grípur um’), en á líkl. fremur skylt við fótur og fet og upphafl. merk. ‘fótfjötur’, sbr. lat. pedica ‘fótfjötur’, compes ‘hlekkir’, gr. pédē ‘fóthlekkir’. Af fjötur er leidd so. fjötra, sbr. fær. fjøtra, nno. fjetra, sæ. fjättra, gd. fjædre, fe. ge-feterian, fhþ. fezzarōn. Sjá fet og fótur.