fláttur fannst í 2 gagnasöfnum

1 flátta kv. (17. öld) ‘slétta; kýr með samvöxnum spenum’; sbr. nno. flått ‘víður flötur’, þ. máll. flacht ‘sandfláki’; sk. flá (2), flái (1) og flár (1).


2 flátta kv. (nísl.) ‘flotflaga á neti, netflá’. Tæpast s.o. og flátta (1), heldur sk. flá (1 og 3) og fláttur (s.þ.).


3 flátta kv. ‘strámotta, ⊙dýna eða einskonar rist úr samanbundnum eða -brugðnum melstöngum’. Hugsanl. s.o. og flátta (1), en e.t.v. fremur sk. flétta, sbr. gotn. flahta ‘flétta’, ffrank. flacht ‘kofi með fleka- eða stráþaki’.


fláttur k. ‘fláning’; sbr. nno. flått ‘afflegið skinn, trjábarkarflaga’, sæ. máll. hesteflått(er) ‘sá sem flær hross’; < *flahtu-, sk. flá (1 og 3), flag og e.t.v. flátta (2), sbr. einnig undanflátta ‘feitt kjötlag næst spikinu á hvalnum’. Í nno. kemur fyrir so. flåtta, flætta um hæðniskennt, hrokafullt tal, sbr. einnig flått ‘gáska- og hrokafullur maður’, sem gætu verið af þessum toga. Aftur á móti er óvíst hvort leiðréttingin flátta f. flótta (Háv. 31) á rétt á sér eða heyrir hér til.