flækjast fannst í 6 gagnasöfnum

flækja 1 -n flækju; flækjur, ef. ft. flækna flækju|benda; flækju|planta; flækju|legur

flækja 2 flækti, flækt hann flækir málið

flækjast flæktist, flækst

flækja nafnorð kvenkyn

eitthvað flækt, t.d. garn

hann tók garnið og reyndi að leysa úr flækjunni

hárið á mér er allt í flækju


Sjá 2 merkingar í orðabók

flækja sagnorð

fallstjórn: þolfall

gera (e-ð) flókið

hann flækti fótinn í hornið á mottunni

hún er búin að flækja sig í fíkniefnamál

það flækir málið dálítið að hann býr úti á landi


Fara í orðabók

flækjast sagnorð

fara í flækju

hún gætti þess að þræðirnir flæktust ekki saman

fóturinn á honum flæktist í borðdúknum

fjármál hans voru mjög tekin að flækjast


Sjá 3 merkingar í orðabók

Talað er um að flækja eitthvað í einhverju. Hann flækti fótinn í netadræsunni. Kindin flækti reyfið í vírnum.

Lesa grein í málfarsbanka

flækja
[Læknisfræði]
[latína] plexus

flækja
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] tangle

flækja kv
[Málfræði]
[skilgreining] Atriði í frásögn sem kemur á eftir kynningu aðstæðna og segir frá því hvað gerðist í raun, þegar hlutir fara að færast frá hinu venjulega til hins óvenjulega.
[enska] complicating action

flækjast s. (17. öld) ‘ráfa, flakka um’. Tæpast s.o. og flækja, heldur sk. nno. flækja ‘glenna, skrefa stórum, fara víða, ganga fráflakandi’, sbr. flak (2), flaki (1), fláki og fleki. Orðið gæti að vísu verið í ætt við nno. flåk ‘ærslakvendi’ og ísl. flakka og flökta, en líkleg tengsl við nno. flækja mæla heldur gegn því.