flæmast fannst í 3 gagnasöfnum

flæma flæmdi, flæmt þeir flæmdu hann burt

flæmast flæmdist, flæmst þau flæmdust úr landi

flæma sagnorð

fallstjórn: þolfall

hrekja (e-n) burt

smíði brúarinnar flæmir burtu fiskinn

uppreisnarmenn flæmdu hann burt úr borginni


Fara í orðabók

flæmast sagnorð

hrekjast frá, vera hrakinn eða flæmdur burt

hann flæmdist úr landi vegna trúar sinnar


Fara í orðabók

1 flæma kv. (nísl.) ‘þunn sneið eða flís (t.d. úr kjöti eða hákarli)’; flæma s. ‘skera þunna sneið’. Sbr. sæ. máll. fläma (flamma) ‘slétta (bjálka eða vegg) með öxi’, sk. flæmi (s.þ.).


2 flæma, †flé̢ma s. ‘hrekja burt’; flæmingi k. ‘flakkari, landshornamaður’; flæmingur k. ‘flakkari; flakk, flækingur; þófkennt undanhald: fara undan í flæmingi’. Uppruni óljós og umdeildur. Orðið virðist hafa upphafl. é̢ (< ) í stofni, sbr. físl. og gd. flæme (einnig fløme) svo að tengsl við fe. flíeman, flȳman ‘reka burt’, fléam ‘flótti’ (< *flauhma- sk. flýja) koma vart til greina. Ekki er heldur líkl. að flæma sé sk. gotn. þlahsjan ‘hræða’ eða flaga (3) og flögra (< *þlahmian, *flahmian), auk þess mælir þt.endingin -ði, -di heldur gegn því. Ekki er óhugsandi að flæma sé í ætt við nno. flamsa ‘flökta, hvima’, sæ. máll. flam ‘gantaháttur’, flåmm ‘skammvinnur skyndilasleiki’, hjaltl. flams ‘hugaróró’ og ísl. flambra, flumbra og flum og þá < germ. *flē̆m-, *flam-, *flum- sem kynni að eiga skylt við germ. *felm-, *falm- (ie. *pel(e)m-) í fjalmsfull(u)r, felmsfull(u)r og fálma. Sjá flæmt(u)r.


flæmi h. (18. öld) ‘stórt og breitt landsvæði, víðátta’; flæmini h. ‘vítt svæði, stallur í bjargi’; sbr. einnig Flámi, Flámar örn. á grasflesjum í fjöllum og hjaltl. flomi ‘víðáttumikil flöt’. Skvt. A. Torp er flæmi sk. flá (2), flaga (2) og flár (1); < *flahmia- og vel má það standast, þótt orðið geti eins vel verið runnið af ie. *plē-m- ‘flatur, breiður’ (sbr. flana), sem raunar er sömu ættar. Af flæmi (fremur en flæma (2)) er leidd so. flæmast ‘renna yfir, breiða úr sér (um ár)’, sbr. flaka (3) eða fláka sig í sömu merk. Sbr. Flámi; ath. Flæmingi (2).