flóðar fannst í 1 gagnasafni

flóð h. ‘vatnagangur, vatnsstreymi; það að sjór stendur hátt (andr. fjara); snjóskriða: snjóflóð; fljót’; sbr. fær. flóð, nno., sæ. og d. flod, fe. flōd, fhþ. fluot, gotn. flodus, gr. plōtós ‘syndandi’. Orðið er e.t.v. upphafl. u-stofn, sbr. gotn. flodus og ísl. ef. flóðar- í flóðarmál og flóðarmækir, sbr. einnig fær. flóðarmáli og flóðarsteinur; flóð og flæður, flæði kv. hafa þá e.t.v. æxlast af mismunandi fallmyndum u-stofnsins. Sjá flaumur, fley, flóa (1), flúð og flæða.