flúkalega fannst í 1 gagnasafni

flúkalega ao. (18. öld) ‘illa, afleitlega, ógætilega?’ (v.l. í hdr. flakalega, flókalega). Vafaorð, sem virðist þó eiga sér nokkra stoð í nísl. talmáli, sbr. flúkalegur l. ‘draslaralegur til fara, óprúður í sér’. Orðið sýnist ekki eiga sér neina beina samsvörun í grannmálunum og uppruni þess alls óviss; það virðist dregið af *flúki k. sem gæti e.t.v. átt skylt við sæ. máll. flukå ‘hoppa, hreyfast fjörlega’, flukå, fluka kv. ‘vatnsrennsli, mýrarflói’. Ath. flyka og flyksa.