flý fannst í 6 gagnasöfnum

flýja Sagnorð, þátíð flúði eða flýði

flýja flúði/flýði, flúið þótt ég flýi/flýði

flýja sagnorð

fallstjórn: þolfall

forða sér burt (frá e-i ógn)

hún flýr inn í skóginn

kötturinn flúði undir rúmið

margir flúðu fátæktina á 19. öld

ræningjarnir ákváðu að flýja land


Fara í orðabók

flýja so
<fuglinn> flýr hreiður sitt

Flýja: Kennimyndir: flýja, flýði eða flúði, flúið.

Lesa grein í málfarsbanka


Málshátturinn Enginn fær umflúið fortíð sína ‘hið liðna loðir við sérhvern mann’ er kunnur úr nútímamáli í nokkrum afbrigðum, t.d.:

Fortíð sína getur enginn umflúið með öllu. Auðna má ráða – en það sjónarspil er hún setur á svið, mannleg örlög, er vissulega með margbreytilegum hætti og verður ekki alltaf fyrir séð (DV 5.10.1987, 39) og
En Íslendingurinn er og verður Íslendingur; hann fær sig sjálfan ei flúið, flýr ekki fortíð sína og sinna, flýr ekki skyldu sína og skyldusvið (Skírn1908, 282 (MJoch).

Uppruni hans er á huldu en svipað orðafar er auðfundið, t.d.:

Enginn feigð um flýr (Hugsvinnsmál), sbr. enn fremur:

Því enginn fær umflúið hin ríkjandi lögmál tilverunnar (Mbl 18.9.1934, 6);
En enginn fær umflúið örlög sín (Alþbl 26.2.1957, 7);
Hvert sem ég færi fengi ég aldrei umflúið sjálfa mig (Norðurlj 1.1.1969, 52);
Enginn fær umflúið ellina (Mbl 4.11.1989, 24);
En enginn fær umflúið sitt skapadægur (Siglf 25.8.1945, 2).

Hér er tæpast um að ræða fullmótaða málshætti, fremur eru hér á ferð afbrigði eða stakdæmi. Dæmin virðast sýna að oft eru áhöld um það hvað telja megi málshætti. Þá ber þess að gæta að fjölmargir málshættir eru einstakir í þeim skilning að þeir eru aðeins kunnir úr einni heimild, t.d.:

Ekki er allt feigt sem fellur ‘sumt það sem fellur í valinn reynist lífvænlegt; ekki er allt sem fellur frá merkt dauðanum’.

Eftir því sem best verður vitað er þennan fallega málshátt einungis að finna í bréfum Stephans G.:

Ekki er allt feigt sem fellur, oft leynist með því lífsmark framtíðarinnar. Það eitt líður undir lok sem lifað hefir yfir sig (StGStBr IV, 336 (1919)).

Hér virðist samhengi skýra merkinguna.

***

Lýsingarorðið áfjáður ‘ákafur; fíkinn; ísækinn, áleitinn’ er kunnugt frá miðri 16. öld:

En þeir voru þess á fjáðari og sögðu, hann hefir upp æst fólkið (Lúk 23, 5 (OG)).

Uppruni þess er óviss, engar beinar samsvaranir eru kunnar í skyldum málum. Ásgeir Blöndal nefnir tvo kosti, annars vegar að lo. sé nafnleitt af *áfjá (kvk.) ‘fégirnd’ og hins vegar að það sé sagnleitt af *anfijēn ‘ásækja, hata’ (skylt fjá). Í síðara tilvikinu mætti þá hugsa sér að bein merking væri ‘andsetinn, ásóttur’ og þá er stutt í óbeina merkingu ‘haldinn sjúklegri ágirnd’. Notkun þess hefur verið með mörgum hætti í aldanna rás eins og sjá má af seðlasafni Orðabókar háskólans, t.d.:

ekkert er áfjáðara en hinn armi magi (fm19 (Od 107));
sjálf neyðin, sem er háraustust [‘háværust’] allra norna og áfjáðust, hún fær engu til leiðar komið (f19 (ÁrAlþ II, 11)).

Í nútímamáli er lo. áfjáður oftast notað með fs. í að viðbættu þf. (áfjáður í e-ð) en í eldra máli er kunnugt afbrigði með í að viðbættu þgf. (áfjáður í e-u), t.d.:

Katólskir gjörast nú ... áfjáðir [‘ákafir’] í því að útbreiða trú sína (Norðri 1860, 2 (OHR));
Sjómennirnir eru mjög áfjáðir [‘fíknir, áhugasamir’] í að tala um ófreskjuna (f21 (Spám 98)).

Dæmi með lo. áfjáður án forsetningar eru einnig algeng, t.d.:

Hann var á fjáður að vita hve skipshöfnin væri fjölmenn (f20 (Sæf 62));
þókti [manninum] það undarlegt að hún var svona áfjáð að spyrja sig um það (ÞjóðsJÁ I, 243).

Jón G. Friðjónsson, 11.2.2017

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin flýja ‘forða sér (hratt) undan e-u eða frá e-m’ beygist jafnan svo í nútímamáli:

flýja, flúði/flýði, flúið.

Þátíðin er oftast flúði (m17 (JÓlInd 170)); flúðu (s16 (Grad M IIr)), sbr.: gnýja-gnúði; knýja-knúði; lýja-lúði og rýja-rúði. Myndin flýði er forn (f14 (Hsb 243)) o.v., einnig algeng í síðari alda máli (1. Mós 16, 6 (GÞ)); (s17 (Sögstift V, 38)) o.v. Og því teljast hvorar tveggja þt.-myndanna jafngildar.

Í Álfadansinum eftir Jón Ólafsson er eftirfarandi viðkvæði:

*Bregðum blysum á loft, / bleika lýsum grund. / Glottir tungl en hrín við hrönn, / og hratt flýr stund (JÓlLj 61 (1871)).

Í nútímamáli mun flestum tamara að segja Hratt flýgur stund, þ.e. sögnin fljúga er notuð en ekki flýja, sbr. eftirfarandi dæmi:

Unglingarnir muna oft ekki eftir því hvað tíminn flýgur frá þeim (SvSkBenJ 39 (1863));
eins og þú veist þá flýgur tíminn fram á vængjum vindanna (JThBr 275 (1867)).

Vera má að í orðasambandinu Hratt flýr stund gæti erlendra áhrifa (lat. Tempus fugit).

****

Rætur orðasambandsins hvað líður tímanum, einnig athuga/vita hvað tímanum líður, eru fornar:

Þá þú ert með heimskum mönnum, þá hugsa þú hvað tímanum líður (s16 (Sír 27, 13 (GÞ)));
= Sóa ei tímanum í heimskingjahópi / en ver öllum öllum stundum hjá hyggindamönnum (Sír 27, 12 (2007));
En af því að tímanum líður, þá skaltu eta með mér í dag (m13 (Pst 401));
Leikum nú skjótt, líður deginum (Ridd III, 63 (Mír));
svo líður tímum ... að eigi mun mér gjörast setu efni [‘mér er ekki til setunnar boðið’] (s15 (Vilhj 41));
en er hann þraut eyrindið og hann laut úr horninu og sér hvað leið drykkinum, og líst honum svo sem allítill munur mun vera (SnE 56 (1300–1350)).

Hér virðist sagnarsambandið e-u líður merkja ‘e-u vindur fram’ og sú merking kunn í ýmsum orðasamböndum, t.d.:

Hvað sem því líður [‘hvernig sem því vindur fram; hvað sem um það er að segja’], þá hefur voðann borið brátt að höndum (Grikkl I, 31);
En hvað sem því líður þá er hitt víst að (s19 (Úran v));
hvað sem þessu líður, þá var tekið upp á að (m19 (BGröndRit IV, 355));
að gjöra eftir Guðs vilja og fylgja hönum eftir, hvað sem öðru líður (f17 (JGerh 57)).

****

Elsta dæmi um so. munnhöggvast er að finna í biskupasögum Jóns Halldórssonar og er það frá síðasta þriðjungi 17. aldar:

sagði sínu embætti ei sóma að munnhöggvast við góða menn (JHBisk II, 355 (1675)).

Í Hrólfs rímum kraka, en talið er að Eiríkur Hallsson (f. 1614) hafi kveðið fyrri hluta rímnanna, má sjá hatta fyrir orðinu:

*vísir kemur víst hér að, / við skulum höggvast munnum (m17 (Rím IV, 8)).

****
Er þetta hægt, Matthías?

Það gengur mjög illa að fá hlustun um þessi mál [ásakanir í garð starfsfólks Félagsbústaða] (Frbl 16.10.18, 1);
ég sé ástæður þess að hér varð hrun enn bak við hvert horn (Mbl 6.10.18, 26).

Jón G. Friðjónsson, 19.10.2018

Lesa grein í málfarsbanka

flý h. fno. viðurnefni. E.t.v. sk. nno. fly ‘spónn, flís, ögn, kusk’, < *flūja- sk. þ. máll. flæen, flei(g)en ‘hismi af höfrum’ (< *flawja-), tékkn. plē̆va ‘kornhismi’ og þá e.t.v. af sömu rót (ie. *pleu-) og flus?


flýja (st., v.)s. (þt. flýði, flúði, †fló, †flœða) ‘fara á flótta, halda eða hörfa undan’; sbr. fær. flýggja, nno. flya, sæ. og d. fly, fe. fléon, fhþ. fliohan, gotn. þliuhan, nhþ. fliehen (s.m.). Uppruni óljós og óvíst og umdeilt hvort gotn. eða norðurgerm. og vesturgerm. málin geymi upprunalegri mynd orðsins (germ. *þleuhan eða *fleuhan). Oftast er talið að orðið hafi haft germ. fl í framstöðu og það þá tengt við so. að fljúga. Sjá -flogi, flótti, flug(u)r og flæja (2).