flannstöng fannst í 1 gagnasafni

flanni k. (17. öld) ‘e-ð stórt og fyrirferðarmikið: flannastór; glanni; skötuhali; getnaðarlimur’; sbr. físl. flannfluga kv. ‘stúlka sem hleypur burt frá unnusta sínum’ (sbr. fuðflogi); flannstöng kv. ‘níðstöng’. Sk. nno. flans ‘hestskökull’, flant ‘húðskiki’ og flanta ‘ana’ sem virðast leidd af *flan- í flana með s- og t-viðsk.; flanni gæti verið víxlmynd við *flani (< *flanan-) með langt n úr tilteknum aukaföllum (sbr. kani: kanni) en er líkl. frekar < *flanþan-, sbr. þ. máll. flander ‘lappi, þunn ræma’, lat. planta ‘il’. Sjá flana, flenna og flyðra (1). Af flanni er leidd so. að flanna út ‘breiða úr e-u, gera e-ð stórt og áberandi’. Sjá flenna.