flaumusa fannst í 1 gagnasafni

flaumur k. ‘straumur; glaumur, gleði; flýtir, flaustur; flug; †hópur á hreyfingu’; sbr. nno. flaum (flom) ‘straumur, hraði’, fe. fléam ‘flótti’, fhþ. floum ‘samanrunnið skólp, hrærigrautur, samsull’. Tæpast < *flaug-ma- af fljúga, heldur < *flau-ma-, sk. fley, fljóð, flóa (1), flóð og flúð, sbr. fhþ. flawen, flewen ‘skola, þvo’, lat. pluere ‘rigna’, gr. pléō ‘sigli, syndi’, plýma ‘skolvatn’, lith. pláuju, pláuti ‘skola’, fsl. plaviti ‘fleyta’. Af flaumur er leitt lo. flaumósa, fl(a)umusa, -úsa ‘óðagotslegur, óðamála’. Um síðari liðinn sjá -ósa (1) og æsa (1 og 2). Sjá fleymi; sbr. og konunafnið (tröllkonuheitið) Flaumgerður í fornsögnum.