fleðill fannst í 1 gagnasafni

fleða kv. (17. öld) ‘grunn skeið eða skál; grunnur skór; þunn sneið; skjall; hræsnari’; fleðill k. ‘skjallari, hræsnari’; fleða s. ‘smjaðra, skjalla; lokka’; f. sig fyrir e-m ‘smjaðra auðmjúklega fyrir e-m’, f. e-n upp við kinn sína ‘reyna að lokka e-n með smjaðri og blíðuatlotum’; óp. e-n fleðar ‘e-r fyrirverður sig’. Sbr. nno. flede kv. ‘þunn flaga; flatt sker’, sæ. máll. fläde ‘netflá’, nno. fleda ‘fleyta kerlingar’. Uppruni ekki fullljós. Tæpast < germ. *flaþ- sk. flaðra og nno. flade ‘flatt engi, akurflöt’, e.t.v. fremur < germ. *fli-þ- (a-hljv.), sbr. fær. fliða ‘olnbogaskel’, nno. flide kv. (s.m.), flidre kv. ‘þunn flaga’, sbr. lith. plytà ‘tigulsteinn’, at-si-plaitýti ‘gera sig breiðan’, sem gæti verið af sömu rót og flaðra (ie. *p(e)lā-i-), en er fremur sk. fleiður og fleinn. Sjá fliðra og fliða.