flebbast fannst í 1 gagnasafni

flebba kv. (nísl.) ‘glyðra, flenna’; flebbast s. ‘láta glyðrulega’. Sk. flapra og fleppa. E.t.v. frb.mynd af *fleppa eða < *flabbiōn, sbr. nno. flabbe ‘holdug og klunnaleg kona’, sæ. máll. flabba ‘subbukvendi’, d. máll. (borgh.) flabba ‘ruddakvendi’. Sjá flapra. Germ. *flap(p)-, *flab(b)- minnir á hliðstæða orðsift eins og fleipa og flípa, en sýnist ekki eiga sér fyrirmyndir í öðrum ie. málum; e.t.v. hálfgildings hljóðgervingur í tengslum við ie. *pel- ‘slá, dingla’ í orðum eins og fála, fálma, fæla (1), faltrast og flökta.