flein fannst í 5 gagnasöfnum

fleinn -inn fleins; fleinar þetta var þeim fleinn í holdi; með tvíeggjuðum flein(i)

fleinn nafnorð karlkyn

langt og mjótt málmstykki, teinn


Fara í orðabók

flein kv. (nísl.) ⊙ ‘stikla (í á eða læk)’; einangruð orðmynd. Gæti ef rétt reyndist átt skylt við nno. flein k. ‘auður, graslaus blettur’ og flein l. ‘ber, auður’, sbr. sæ. máll. flen (s.m.). Sjá fleinn; eiginl. merk. væri þá ‘berir steinar, nakin klöpp’. Hugsanlega er örn. Fleinsdalur k. frekar af þessum toga en leitt af fleinn ‘spjót’.


fleinn k. ‘gaddur, langt og mjótt járnstykki; eggvopn; †stór ör, létt skotspjót’; sbr. nno. flein ‘stór flís eða flaski’, d. flen ‘forkur, gaffall’, fe. flān ‘ör, kastspjót’ (< germ. *flaina-) og flā (s.m.) (< germ. *flaiō); sbr. ennfremur nno. flein, sæ. máll. flen ‘strípaður, nakinn, gróðurlaus’, nno. flein ‘hrjósturblettur, barkarsár á tré’, sbr. og nno. fli ‘plata, skífa; agnald á skutli; spaði eða flaug á akkerisfleini’, fær. flíggj ‘spaði á öngli og akkerisfleini’ (< germ. *flī(j)ō). Sk. fleiður, fliða, flím og flís, af germ. *flai-, *flē̆-, ie. *plēi- ‘kljúfa, vera opinn’, sbr. lith. plýnas ‘nakinn, sköllóttur’, lettn. pliks (s.m.). Sjá ennfremur flíra og flissa.