fleyðr fannst í 1 gagnasafni

fleyð(u)r kv. † ‘sperra, bjálki’; < *flauðriō. Orðið á sér ekki beina samsvörun í grannmálunum en virðist í ætt við nno. flaut h., flaute kv. ‘þverbjálki eða stoð undir þverbjálka í sleða’, sæ. máll. flauto ‘þvertré yfir vagnöxli,…’ (sem hafa raunar annað tannhljóð í stofni). Sbr. einnig lith. plaũtai ‘þvertré í þurrklofti’ og lat. pluteus ‘(þak)skýli, skúr’. Líkl. af ie. rót *(s)pel- ‘kljúfa’ í fjöl (1), flís og flysja og upphafl. merk. ‘klofinn raftur, spækja’ e.þ.h.